Ákall

Lag: Þýskt Eurovisionlag
Texti: Jónbjörg Eyjólfsdóttir

Vinur minn, hvar sem í heimi þú ert
heyrðu mitt ákall og liðsinntu mér.
Reynum að uppræta angur og kvöl
afnema stríðsins böl.
Stöndum öll saman og störfum sem eitt
stefnunni ef til vill getum við breytt
smíðum úr vopnunum verkfæri þörf
verum í huga djörf.

Burt með hræðslu sem byrgð er inni
burt með hatrið úr veröldinni
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um frið á jörð.
Burt með hungur og burt með sorgir
burt með deilur og hrundar borgir
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um frið á jörð.

Berum upp allsstaðar bænina´um frið
bænina stærstu sem nú þekkjum við
bænina einu sem bjargað nú fær
barninu frá því í gær.

Burt með hræðslu sem byrgð er inni
burt með hatrið úr veröldinni
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um frið á jörð.
Burt með hungur og burt með sorgir
burt með deilur og hrundar borgir
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um frið á jörð.

Frið á jörð, já frið á jörð
frið á jörð, já frið á jörð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>