Ef þú ert súr

Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson

Ef þú ert súr, vertu þá sætur.
Sjáðu í speglinum hvernig þú lætur.
Ekkert er varið í sút eða seyru.
Teygðu á þér munnvikin út undir eyru.

Galdurinn er að geta brosað,
geta í hláturböndin tosað,
geta hoppað, hlegið, sungið endalaust.

Ef þú ert fýldur, þá líkist þú apa,
eða krókódíl sem er of fúll til að gapa.
Ekkert er varið í sút eða seyru.
Teygðu á þér munnvikin út undir eyru.

Galdurinn er að geta ……..

Ef þú ert illur, þá líkistu nauti
eða eldgömlum potti með viðbrenndum grauti.
Ekkert er varið í sút eða seyru.
Teygðu á þér munnvikin út undir eyru.

Galdurinn er að geta …….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>