Íþrótta-álfurinn

Úr leikr. Latibær, eftir Magnús Scheving

Sérðu álfa – sitja og gera ekki neitt,
súra á svipinn og þykja lífið svo leitt?
Nei, alltaf þar sem er álfamergð
eru einhver ósköp gangandi á.
Við erum alltaf á fullri ferð
við erum bara þannig gerð.

Já, ég er íþrótta-álfurinn,
álfanna fyrirmynd sjálf.
Já, ég er íþrótta-álfurinn,
þú finnur ei iðnari álf.

Ekki syrgja og setja hendur í skaut,
ég sýna skal þér og fólkinu glænýja braut.
Letibykkjur og bjálfana
í Latabænum ég þjálfa í lag.
Kreppið á ykkur kálfana
því það er ég sem þjálfa álfana.

Já, ég er íþrótta-álfurinn,
alltaf sprækur og hress.
Já, ég er íþrótta-álfurinn,
þekki ekki streitu né stress.
Já, ég er íþrótta-álfurinn,
íþróttir eru mitt fag.
Já, ég er íþrótta-álfurinn,
öllu ég kippi í lag !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>