Hatturinn

Lag: All around my hatt
Stælt: Ásgeir Ingv.

Gráan flókahatt eins og geislabaug um enni,
ber ég gráan flókahatt,það er aðalstáknið mitt.
Með hattinn ég stoltur um göturnar mig glenni,
og gengur þar maður,sem kann þetta og hitt.

Með gráan flókahatt hef ég gengið veginn breiða,
og með gráan flókahatt verið mikill karl og stór.
Þá vildu þær eiga mig Inga,Jóna og Heiða,
en ein þótti mér nóg,svo ég tók hattinn og fór.

Með útgerðarhatt og með átta skip á hafi,
og með útgerðarhatt er ég mikill karl og stór.
Í óreiðuskuldum var allt á bólakafi,
og allt fór það á hausinn.Ég tók hattinn og fór.

Bankastjórahatt hef ég borið einu sinni,
og með bankastjórahatt var ég mikill karl og stór.
Ég bauð mönnum lán til að bjarga útgerðinni.
Svo bankinn varð fallítt.Ég tók hattinn og fór.

Með þingmannahatt inn í þingsalinn ég renni,
og með þingmannahatt er ég mikill karl og stór.
En stjórnnin hún féll og þá féll ég strax með henni.
Það fall var svo hátt að ég tók hattinn og fór.

Með svartan pípuhatt fór ég suð´r að Bessastöðum,
og með svartan pípuhatt var ég mikill karl og stór.
Í átveislu sat ég með öðrum mönnum glöðum.
Með orðu á barmi ég tók hattinn og fór.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>