Texti: Ásgeir Ingvarsson
Angar vor í ungu laufi
andar ljúfur blær af heiði.
Þar sem blágresi og bjarkir
klæða berar fjallahlíðar.
Komdu þangað komdu með.
Förum saman að finna
hvernig fjalldrapinn ilmar
þegar vetrarklakinn hverfur
komdu þangað komdu með.
Þar er höll í hlíðardragi
milli hárra klettastalla
þar sem lindin ljúfa niðar
þar sem lyngið prýðir sali
komdu þangað komdu með.
Förum saman að finna
hvernig fjalldrapinn ilmar
þegar vetrarklakinn hverfur
komdu þangað komdu með.
Ég hef valið þig að vini
til að vaka með um nætur
meðan vorblærinn vekur
þar sem vetrarkuldinn svæfir.
komdu þangað komdu með.