Rut Reginalds flutti forðum
Ég á augu, ég á eyru,
ég á lítið skrítið nef,
ég á augnabrúnir, augnalok
sem lokast þegar ég sef.
Ég á kinnar og varir rauðar
og á höfði hef ég hár,
eina tungu og tvö lungu
og heila sem er klár.
Ég á tennur og blóð sem rennur
og hjarta sem að slær,
tvær hendur og tvo fætur,
tíu fingur og tíu tær.
Ég get gengið og ég get hlaupið,
kann að tala manna-mál,
ég á bakhlið, ég á framhlið
en innst inni hef ég sál.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
sem að guð bjó til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
lítið samt ég skil, lítið samt ég skil.
Inni í heilanum spurningunum
ég velti fyrir mér
og stundum koma svörin
svona eins og af sjálfu sér
en samt er margt svo skrýtið
sem ég ekki skil
en það gerir ósköp lítið
því mér finnst gaman að vera til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
sem að guð bjó til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
lítið samt ég skil, lítið samt ég skil.