Þýðing: Gunnar Guttormsson, des. 2010
Frá skólanum gekk Tóti litli tárvotur á kinn
hann teikna vildi Babílon, því reiddist kennarinn.
Þá reif hann sundur blaðið því að refsingu hann kveið
en í runni heyrð’ann mjúkan klið sem var á þessa leið:
Á morgun kemur dagur sem óskrifaður er
með auðum blöðum, krít og litafjöld
og úr mistökunum frá í gær þá muntu geta bætt
og þá mun þér líða betur annað kvöld.
En takist þér það ekki og ef allt þér önugt finnst
þá ættirð’u að hlusta vel á raddir skógarins.
Á morgun kemur dagur sem óskrifaður er
með auðum blöðum, krít og litafjöld.
Og snáðinn óx úr grasi en hann ugg í brjósti bar
hann beðið hafði stúlku en klárt “nei” var hennar svar.
Hann grét og hélt til skógar, sagði: “Nú er komið nóg;”
en er nóttin kom ein falleg björk á gamla strengi sló.
Á morgun kemur dagur …
En nú er stráksi kvæntur og hann púlar manna mest
á meðalbú í Dölunum og konu, börn og hest.
En hægt’ onum finnst miða þótt hann hamist dag og nótt
en við haustkliðinn í birkilundi verður honum rótt.
Á morgun kemur dagur …