Mikis Þeadórakis
Bæði ég og þú, bæði ég og þú
við báðir heyrum klukknaslög
og ljósið deyr, þeir læsa nú
og laumast aftur inn í kvöld.
Hvern fá þeir fyrst, hvern fá þeir fyrst
og hverjir bíða svo í röð.
Þeir pína þig, og pynta mig
og píslarsöngin þekkjum við.
Þeir berja einn, þeir berja tvo
og síðan þrjá og fleiri svo.
Þú ferð inn fyrst, ég fer inn nærst
og seinna úr því skorið fæst
hver ber örkuml mest af því.
:;: Líða mun skammt er við verðum frjáls
við munum sigra hægt og hægt.
Tíminn mun færa frelsi’ á ný
Frelsi á ný, frelsi á ný.
Þrátt fyrir þján og mikla pín
gróa sárin mín og þín :;:
Bæði ég og þú, bæði ég og þú,
við munum sigra hægt og hægt.
Bæði ég og þú, bæði ég og þú.