Lag: Ingvar Ásgeirsson
Texti: Ásgeir Ingvarsson
Komdu hingað til mín svo ég geti sofnað.
Sérðu ekk’að myrkrið á glugganum er ljótt?
:,:Mig vantar eitthvað hlýtt undir vangann því mig dreymir
svo voðalega illa ef ég sef hér einn í nótt.:,:
Mamma hún er sofnuð,hún sagði mér að lúlla,
en svo kom regn og vindur og barði á gluggann minn.
:,:Og þá fannst mér að úti séu einhverjir að gráta,
sem eiga hvergi heima og vilja komast inn.:,:
Eyrað þitt er rifið,á rassinum er hola.
Og rifið auga líka og hangir út á kinn.
:,:Þú ert svo mikið veikur og enginn til að hugga.
Ég ætla að biðja læknir að sauma þig bangsi minn:,: