Texti: Ásgeir Ingvarsson
Ég gekk niðr’ að höfninni hásumardag
Og heyrði að sjómaður kvað þetta lag:
Nú er ég að sigla eins og þú sérð
í óvissu stefnir mín síðasta ferð.
Viðlag:
Hvar er sjóhattur, stígvél og stakkur?
Nú stýri ég ókunna dröfn.
Og sælir á meðan, nú sigli ég héðan.
Við sjáumst á knæpu í annari höfn.
Þar lendum við ýmist í ágætum stað,
en aðrir til Fjandans og nóg er um það.
Um hlýju og stillu mig hefur oft dreymt,
en hríðin og frostið við Ísland er gleymt.
Viðlag:
En hvar sem að lokum ég velkist í var,
þá veit ég að kráin mín finnst líka þar.
Og fagnandi konur, sem brosa svo blítt,
og bjórinn er gefins og rommið er fítt.
Viðlag:
Ég bið ekki um vængi eða hörpu í hönd,
en hressandi golu og öldu við strönd.
Á dragspilið gamla ég leik undir lög,
sem ljúflega syngja mér reiði og stög.
Viðlag: