Þýskt lag
Texti: Gunnar M. Magnúss
Signir sól sérhvern hól,
sveitin klæðist geislakjól.
Blómin blíð, björt og fríð,
blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag,
fuglar syngja gleðibrag.
Sumarljóð, sæl og rjóð,
syngja börnin góð.
Þýskt lag
Texti: Gunnar M. Magnúss
Signir sól sérhvern hól,
sveitin klæðist geislakjól.
Blómin blíð, björt og fríð,
blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag,
fuglar syngja gleðibrag.
Sumarljóð, sæl og rjóð,
syngja börnin góð.
Sænskt þjóðlag
Texti: Helgi Valtýsson
Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
geysast um lundinn rétt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla, hlustaðu á;
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður, kætir og gleður,
frjálst er í fjalladal.
Lag: Sigvaldi Kaldalóns
Ljóð: Grímur Thomsen
Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn.
Rennur sól á bak við Arnarfell.
Hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell.
Drottinn leiði drösulinn minn.
Drjúgur verður síðasti áfanginn.
Þei, þei, þei, þei, þaut í holti tófa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm.
Útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannski að smala fé á laun.
Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn.
Rökkrið er að síga á Herðubreið.
Álfadrottning er að beisla gandinn.
Ekki er gott að verða á hennar leið.
Vænsta klárinn vildi ég gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.
Lag: You are my sunshine
Með sól í hjarta og söng á vörum
við setjumst niður í grænni laut.
Í lágu kjarri við kveikjum eldinn
og kakó hitum og eldum graut.
Enn logar sólin á Súlnatindi,
og senn fer nóttin um dalsins kinn,
og skuggar lengjast og skátinn þreytist,
hann skríður sæll í pokann sinn.
Og skáta dreymir í værðarvoðum
um varðeld, kakó og nýjan dag.
Af háum hrotum þá titra tjöldin,í takti, einmitt við þetta lag.
Lag: Skandinavískt
Ljóð: Aðalsteinn Sigmundsson
Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól,
og sjáum hana þíða allt er kól, kól, kól,
svo vætlurnar streyma
og vetrinum gleyma,
því vorið er komið með sól, sól, sól.
Ó, heill sé þér bráðláta vor, vor, vor.
Velkomið að greikka okkar spor, spor, spor.
því ærsl þín og læti
og ólgandi kæti
er æskunnar paradís, vor, vor, vor.
Og hjörtu´ okkar tíðara slá, slá, slá.
Við slöngvum deyfð og leti okkur frá,frá, frá.
og leggjum til iðin
í leysingakliðinn
það litla sem hvert okkar má, má, má.
Sólskinskórinn flutti í ‘denn
Sólin er risin, sumar í blænum,
sveitirnar klæðast nú feldinum grænum.
Ómar allt lífið af ylríkum söng
unaðsbjörtu dægrin löng.
Sól, sól skín á mig.
Ský, ský burt með þig.
Gott er í sólinni að gleðja sig.
Sól, sól skín á mig.
Lag: Friedr. W. Möller
Sólin skín og skellihlær,
við skulum syngja lag.
Vetur karlinn var í gær
en vorið kom í dag.
Fallerí, fallera, fallerí,
fallera-ha-ha-ha-ha-ha,
fallerí, fallera, en vorið kom í dag.
Sól úti, sól inni,
sól í hjarta, sól í sinni,
sól, bara sól.
Rut Reginalds flutti forðum
Ég á augu, ég á eyru,
ég á lítið skrítið nef,
ég á augnabrúnir, augnalok
sem lokast þegar ég sef.
Ég á kinnar og varir rauðar
og á höfði hef ég hár,
eina tungu og tvö lungu
og heila sem er klár.
Ég á tennur og blóð sem rennur
og hjarta sem að slær,
tvær hendur og tvo fætur,
tíu fingur og tíu tær.
Ég get gengið og ég get hlaupið,
kann að tala manna-mál,
ég á bakhlið, ég á framhlið
en innst inni hef ég sál.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
sem að guð bjó til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
lítið samt ég skil, lítið samt ég skil.
Inni í heilanum spurningunum
ég velti fyrir mér
og stundum koma svörin
svona eins og af sjálfu sér
en samt er margt svo skrýtið
sem ég ekki skil
en það gerir ósköp lítið
því mér finnst gaman að vera til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
sem að guð bjó til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
lítið samt ég skil, lítið samt ég skil.
Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru augun, hérna eru eyrun,
hérna er nebbinn minn og munnurinn.
Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna er bringan, hérna er naflinn,
hérna er rassinn minn og búkurinn.
Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru fingurnir, hérna er hendin,
hérna er olnboginn og handleggurinn.
Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru tærnar, hérna er hællinn,
hérna er hnéð á mér og fótleggurinn.