Ásgeir Ingvarsson
Hann flæktist um heiminn með fiðlu,
með fiðlu í hendi hann dó
Í efra er efalaust sæti
sem ætlað er Rosin the Bow.
:;Sem ætlað er Rosin the Bow.:;
Í efra er efalaust sæti
sem ætlað er Rosin the Bow.
Og þegar hann datt niður dauður
sagði Drottinn við engil og hló.
Já,færðu mér flösku af whiskí
að fagn´onum Rosin the Bow.
:;Að fagn´onum Rosin the bow.:;
Já,færðu mér flösku af whiskí
að fagn´onum Rosin the Bow.
Og kallið á knálega drengi,
á kránni eru ölföngin nóg,
og gefið þeim gallon af whiskí
að gleðjast með Rosin the Bow.
:;Að gleðjast með Rosin the Bow.:;
Og gefið þeim gallon af whiskí
að gleðjast með Rosin the Bow.
Svo koma þeir kátir og hressir
með karlinn og skóflu út í mó.
Og gera þar dálitla gryfju
að grafa hann Rosin the Bow.
:;Að grafa hann Rosin the Bow.:;
Og gera þar dálitla gryfju
að grafa hann Rosin the Bow.
Þið kaupið tvær kollur af whiskí
á knæpunni þar sem hann dó.
Svo látið þið þær eins og legstein
á leiðið hans Rosin the Bow.
:;Á leiðið hans Rosin the Bow.:;
Svo látið þið þær eins og legstein
á leiðið hans Rosin the Bow.
Nú er dauflegt á kránni á kvöldin,
því karlinn með fiðluna dó,
þó skenkt sé þar ennþá á skálar,
og skál fyrir Rosin the Bow.
:;Og skál fyrir Rosin the Bow.:;
Þó skenkt sé þar ennþá á skálar,
og skál fyrir Rosin the Bow.