Lag og texti: Ásgeir Ingvarsson
Ein er sú leið, sem allir reyna að leita,
einstigi vona drauma og fyrirheita.
Hver fann þá slóð og vill þér leiðsögu veita?
Veginn til SHANGRI LA.
Háreistir tindar huldir eilífri mjöll,
geyma þau heilögu vé, sem þeirra bíða
sem þora og sigra auðn og ógnandi fjöll,
finna sinn ódáins reit í dalnum fríða.
Óviss er leið, það getur verið svo víða
vegur til SHANGRI LA.
Bergið er hátt og hætta í sérhverju skrefi.
Á huga þinn sækja ferðakvíði og efi.
Þeyvindar leika lag með ögrandi stefi.
Ljóðið um SHANGRI LA.
Háreistir tindar huldir eilífri mjöll.
Þetta er hættuleg ferð og ógn í leyni.
Til hvers er að vinna? Kannski er saga þín öll.
Þú ert á krossgötum einn hjá vegarsteini.
Vegurinn heim er villtum förusveini
vegur til SHANGRI LA.