Síldarvalsinn

Steingrímur Sigfússon / Haraldur Sófaníassson

Syngjandi sæll og glaður,
til síldveiða nú ég held.
Það er gaman á Grímseyjarsundi
vð glampandi kveldsólareld.
Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip
við háfana fleiri og fleiri.
Svo landa ég síldinni sitt á hvað:
á Dalvík og Dagverðareyri.

Seinna er sumri hallar
og súld og bræla er,
þá held ég fleyi til hafnar.
Í hrifningu skemmti ég mér
á dunandi balli, við dillandi spil
og dansana fleiri og fleiri.
Því nóg er um hýreyg og heillandi sprund
á Dalvík og Dagverðareyri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>