Lag og ljóð: Bubbi Morthens
Ég hitti litla dömu, í parís var að hoppa,
sippað getur líka, fer heim með rifna sokka.
Teiknar fínar myndir, býður mér að þiggja
eina af sér og eina af mömmu,
skrifar undir: Sigga.
Samt heilla hana fínir kjólar,
þegar augun í þá rekur,
með maskalit og púðri andlit sitt hún þekur.
Dansað getur líka tja tja tja og tangó.
Liðug eins og ormur, vinnur mig í limbó.
Hún á það til að hlæja, getur líka grátið.
En oftast brýst í gegnum tárin,
sæta litla brosið.
Teiknar skrýtnar myndir, býður mér að þiggja
eina af sér og eina af mömmu,
skrifar undir: Sigga.