Ók.lag.
Texti: Sigríður Skaftadóttir
Kanntu brauð að baka?
-Já, það kann ég.
Svo úr því verði kaka?
-Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
-Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?
Kanntu mat að sjóða?……
Og gestum heim að bjóða?…..
Kanntu að sjóða fiskinn?……
Og færa hann upp á diskinn?……
Kanntu ber að tína?……
Og stoppa í sokka mína?….
Kanntu að prjóna úr garni?…..
Og að vagga barni?…..
Sjáðu hér er hringur.
-Já, það sé ég.
Ég læt hann á þinn fingur.
-Já, það vil ég.
Ertu nú alveg viss um?
-Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?
Prestinn vil ég panta.
-Já, það vil ég.
Hann má ekki vanta.
-Nei, það skil ég.
Ertu nú alveg viss um?
-Já það er ég.
Eða- kanski ertu bara að gabba mig!