Lag: Skandinavískt
Ljóð: Aðalsteinn Sigmundsson
Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól,
og sjáum hana þíða allt er kól, kól, kól,
svo vætlurnar streyma
og vetrinum gleyma,
því vorið er komið með sól, sól, sól.
Ó, heill sé þér bráðláta vor, vor, vor.
Velkomið að greikka okkar spor, spor, spor.
því ærsl þín og læti
og ólgandi kæti
er æskunnar paradís, vor, vor, vor.
Og hjörtu´ okkar tíðara slá, slá, slá.
Við slöngvum deyfð og leti okkur frá,frá, frá.
og leggjum til iðin
í leysingakliðinn
það litla sem hvert okkar má, má, má.