Komdu niður

Lag og ljóð: Jón Sigurðsson

Þegar ég var lítil var ég voða feimin oft
og væri einhver ókunnugur skaust ég upp á loft.
En ef að ég var úti, þegar gest að garði bar,
ég geystist upp á hlöðuburst og settist niður þar.

Komdu niður, kvað hún amma.
Komdu niður, sögðu pabbi og mamma.
Komdu niður, komdu niður .
Komdu niður sungu öll í kór.

Svo stækkaði ég meira og þá varð ég voða kát
og veslings pabba og mömmu
oft ég setti hreint í mát.
Ég klifraði og hentist yfir hvað sem fyrir var,
ég hoppaði upp á skólaþak og settist niður þar.

Komdu niður, kvað hún amma.
Komdu niður, sögðu pabbi og mamma.
Komdu niður, komdu niður .
Komdu niður sungu öll í kór.

En seinna verð ég stærri og það verður gaman þá
og víst er það að margt þið fáið þá til mín að sjá,
þá ætla ég nú upp í tunglið strax að fá mér far
að finna karlinn skrýtna, sem að á víst heima þar.

Komdu niður, kveður amma.
Komdu niður, segja pabbi og mamma.
komdu niður, komdu niður.
Komdu niður, syngja öll í kór.

Kveikjum eld

Lag: Árni úr Eyjum
Ljóð: Oddgeir Kristjánsson

Kveikjum eld, kveikjum eld,
kátt hann brennur.
Sérhvert kveld, sérhvert kveld,
syngjum dátt.

Örar blóð, örar blóð um æðar rennur.
Blikar glóð, blikar glóð,brestur hátt.
Hæ, bálið brennur, bjarma á kinnar slær.
Að logum leikur ljúfasti aftanblær.

Kveikjum eld, kveikjum eld,
kátt hann brennur.
Sérhvert kveld, sérhvert kveld syngjum dátt.

Þýtur í laufi

Lag: Aldís Ragnarsdóttir
Ljóð: Tryggvi Þorsteinsson

Þýtur í laufi, bálið brennur,
blærinn hvíslar sofðu rótt.
Hljóður í hafið röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur, glaumur, gaman.
Gleðin hún býr í fjallasal.

Vertu til

Rússneskt þjóðlag
Texti: Tryggvi Þorsteinsson

Vertu til er vorið kallar á þig,.
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig
sveifla haka og rækta nýjan skóg……hei!!!
sveifla haka og rækta nýjan skóg……hei!!!

Hnátutátu-blús

Sænskt lag
Þýð: M.P.Ó.

Hnátutátan vaknaði og núna vakna ég,
og núna vakna allir hér á sama veg.
O ho ho hó, ho ho ho hó, hnátutátu-blús.
Hnátutátu, hnátutátu,
hnátutátu, hnátutátu-blús.

Hnátutátan teygði sig/ klappaði/ stappaði/
hoppaði/ ruggaði/ dansaði/ beygði sig/
settist/ lagði sig/ sofnaði/…o.fl. o.fl.

Sértu glaður

Erl.lag.
Texti: Val. Óskarsson

Sértu glaður, klappaðu með höndunum.
Sértu glaður, klappaðu með höndunum.
Sértu alveg ofsaglaður,
alveg ofsaglaður maður,
sértu glaður, klappaðu með höndunum.

Sértu glaður, stappaðu með fótunum o.s.frv.
Sértu glaður, skaltu smella fingrunum o.s.frv.
Sértu glaður, skaltu smella vörunum o.s.frv.
Sértu glaður, skaltu blikka augunum o.s.frv.
Sértu glaður, skaltu banka í þinn haus o.s.frv.
Sértu glaður, skaltu snúa þér í hring o.s.frv.

Pálína með prikið

Norskt þjóðlag
Texti: Guðmundur Daníelsson

Pálína með prikið
potar sér gegnum rykið.
Rogast hún með rjóma,
rembist hún með smjör,
þetta verður veisla,
vítamín og fjör.
Pálína með prikið.

Pálína með pakkann
pjakkar heim allan bakkann.
Vertu ekki vond
þótt vísan sé um þig.
Pálína með pakkann
passar fyrir mig.
Pálína með pakkann.

Spurninga-leikur

Ók.lag.
Texti: Sigríður Skaftadóttir

Kanntu brauð að baka?
-Já, það kann ég.
Svo úr því verði kaka?
-Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
-Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu mat að sjóða?……
Og gestum heim að bjóða?…..

Kanntu að sjóða fiskinn?……
Og færa hann upp á diskinn?……

Kanntu ber að tína?……
Og stoppa í sokka mína?….

Kanntu að prjóna úr garni?…..
Og að vagga barni?…..

Sjáðu hér er hringur.
-Já, það sé ég.
Ég læt hann á þinn fingur.
-Já, það vil ég.
Ertu nú alveg viss um?
-Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Prestinn vil ég panta.
-Já, það vil ég.
Hann má ekki vanta.
-Nei, það skil ég.
Ertu nú alveg viss um?
-Já það er ég.
Eða- kanski ertu bara að gabba mig!

Öxar við ána

SteingrímurThorsteinsson / Helgi Helgason

Öxar við ána, árdags í ljóma
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.

Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, bæði menn og fljóð.

Tengjumst tryggðaböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.

Í Hlíðarendakoti

Lag: Friðrik Bjarnason
Ljóð: Þorsteinn Erlingsson

Fyrr var oft í koti kátt.
Krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti um stéttar urðu þar
einatt skrýtnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.

Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á,
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag,
eða syngja kvæði.

Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á,
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.