Liðhlaupinn

Texti: Ásgeir Ingvarsson
Lag: Boris Vian

Þér send´ég General mitt svar við kröfum þínum,
þú sérð á þessum línum, þó skiljirðu ekki enn,
að herkvaðning er brot á boði sem ég hlýði,
að berjast ekki í stríði né drepa aðra menn.
Ég neit´að bera vopn á vini mína og bræður,
að vega börn og mæður og feður eins og mig.
Sem liðhlaupi ég hverf úr landi mínu sekur,
og leiðist hvað það tekur mig sárt að angra þig.

Og framhjá þeirra gröf,sem fóru að boði þínu,
að fórna lífi sínu,ég geng minn flóttaveg.
En herkvaðningin þín nær eyrum þeirra ekki
og enga fangahlekki þeir skelfast eins og ég.
Þú átt þá hetjulund sem óttast ekki að deyja,
þú einn skalt fara og heyja þitt stríð við náungann.
En handtakirðu mig,sem herlög þín vill brjóta
þá hræðst´ekki að skjóta á vopnalausan mann.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>