Afi minn og ég

Lag: Sloop John B.
Texti: Ásgeir Ingvarsson

Oft við sigldum um svalan veg
um sundin, afi og ég
út að Gróttu, oft í bullandi sjó.
Öfluðum vel á aflóga skel.
Og allt í súginn – því drukkið var nóg.

Djarft var siglt, einsog oftast er
hjá afa gamla og mér.
Stormur söng í stagi, reiða og klóm.
Við sigldum í strand og stukkum í land.
Stýrið brotið – og flaskan var tóm.

Þegar ýsan var orðin treg
fór afi minn og ég
að stunda slagsmál, stelpur,
drykkju og geim.
og aleigan fór í ofsalegt þjór.
Nú er ég þreyttur
– nú langar mig heim.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>