SLIABH na mBAN

(Framb. Slivnaman)
Þýðing: Ásgeir Ingvarsson
Charles J. Kickham (1828-1882)

Svo einmanna bar mig að ókunnri strönd.
Ég er einman’ í gleðinnar sal.
þó höllin sé glæst, þó að hafið sé blátt
er minn hugur í fjarlægum dal.
Þá flýgur hann heim og finnur enn á ný
allt það fegurst’ og besta er ég man.
Þar sé ég mína ást einsog draumsýn hvern dag
heima í dalnum við Slívnaman.

Í gleðinnar höll nærri glitrandi sæ
þar mun gráta mitt saknaðarljóð,
uns aftur ég finn hana eina er ég ann
þegar upp rís mín fátæka þjóð.
Ég lifi í von þó líði árin hjá
um það ljúfasta og besta er ég man:
Að fáninn blakti frjáls og í fangi mér sé
hún sem fann ég við Slívnaman.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>