Fiskibær

Lag: Dirty old town
Texti: Ásgeir Ingvarsson

Mína ást ég fann inn í frysti kró
fagran draum upp úr loðnu kös.
Áttum fund þarna út með sjó.
Óþverrabær, óþverrabær.

Menn koma af sjó með loðnu í lest.
Lífið snýst um slor og grút.
Vorið kom gegnum vonda pest.
Volaður bær, volaður bær.

Þú bjarta nótt hulin bræðslureyk.
Og breima kött, inn við skreiðarhjalla,
til hvers fór ég að far’ á kreik.
Ferlegur bær, ferlegur bær.

Ég mundi staðinn mylja í rúst,
mála brakið fagur grænt,
ætti ég sleggju og ætti ég kúst.
Óþverrabær, óþverrabær.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>