Bjórvísur

Lag og texti: Ásgeir Ingvason

Á Íslandi er dugnaðar og dáða fólk,
en drykkjuskapar háttalagið fremur klént.
Þó brennivínið þar sé alltaf bruggað sterkt
er bjórinn minna en tvö prósent.

Og sitt í hvoru lagi er best að súpa það
og segja eins og Oddur sterki af Skaganum.
Brennivínið drekk ég fyrst en bjórinn svo,
það blandast allt í maganum.

Templararnir eru á móti ölinu
og öllu sem er veikara en brennivín
svo unglingarnir læri að drekka strax af stút
og staulast fullir heim til sín.

Og sitt í hvoru……

Því sullar maður kláravíni í sanabjór
og sýpur eins og væri þetta drykkja best.
Þeir kalla þetta bjórlíki á börunum
og bjórlík þá sem drekka mest.

Og sitt í hvoru….

Ég sulla í mig úr glasinu og syng við raust
og sæmilegt er bragðið hvað sem öðrum finnst.
Það gerir engan vitlausari en venja er til,
en versta þá sem drekka minnst.

Og sitt í hvoru….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>