Þótt gangan sé erfið

Ljóð: Tryggvi Þorsteinsson

Þótt gangan sé erfið og leiðin sé löng,
við léttum oss sporin með þessum söng.
Ef þung reynist byrðin og brekkan er há,
brosum, brosum krakkar þá.

Þótt bylji hríð og blási kalt,
brosið er sólskin sem vermir allt,
og bræðir úr hugskoti bölsýnis ís,
brosum, þá er sigur vís.

Enginn er verri þótt vökni í gegn
og vitaskuld fáum við steypiregn.
En látum ei armæðu á okkur fá,
brosum, brosum krakkar þá.

Þótt bylji hríð ….o.s.frv.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>